R Y T M Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í rytmískri tónlist

Söngur

Grunnpróf

Á grunnprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram safnlista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrár. Að lágmarki skal eitt laganna vera á íslensku og eitt á ensku. Spuni skal koma fram í öðru aðallaginu og a.m.k. einu safnlistalagi.

Aðallög og safnlistalög skulu flutt með undirleik. Á grunnprófi er heimilt að notast við undirleik kennara eða hljóðritaðan undirleik.

Aðrir prófþættir eru raddæfingar, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildartími á grunnprófi í rytmískum söng fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Sama á við um raddæfingar samkvæmt prófþætti 2, tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 3 og valverkefni samkvæmt prófþætti 4(b). Valverkefni samkvæmt prófþætti 4(a) er heimilt að flytja eftir nótum.

Prófþættir eru þessir:

  • Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    1. Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).
    2. Eitt lag af fjögurra laga safnlista - valið af prófdómara (15 einingar).
  • Raddæfingar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    2. Syngi verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    1. Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).
    2. Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um verk og lög á safnlista

Djass

  • Autumn Leaves (Kosma)
  • It Could Happen To You (Burke / Van Heusen)
  • Oh, Lady Be Good (Gershwin)
  • Summertime (Gershwin)

Íslenskur djass

  • Einu sinni á ágústkvöldi (Jón Múli Árnason)
  • Komdu í kvöld (Jón Sigurðsson)
  • Stolin stef (Tómas R. Einarsson)
  • Undir Stórasteini (Jón Múli Árnason)

Erlend dægurlög/Rokk

  • Can’t Help Falling In Love With You (Weiss / Peretti / Creatore)
  • Hey Jude (McCartney)
  • Moondance (Morrison)
  • Nights In White Satin (Moody Blues)

Íslensk dægurlög/Rokk

  • Bláu augun þín (Gunnar Þórðarson)
  • Brúðarskórnir (Þórir Baldursson)
  • Ó, þú (Magnús Eiríksson)
  • Þakklæti / To Be Grateful (Magnús Kjartansson)
Miðpróf

Á miðprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram lista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrár. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Að lágmarki skal eitt laganna vera á íslensku og eitt á ensku. Spuni skal koma fram í öðru aðallaginu og a.m.k. fjórum safnlistalögum.

Aðrir prófþættir eru upprit, raddæfingar, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2, raddæfingar samkvæmt prófþætti 3, tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4 og valverkefni samkvæmt prófþætti 5(b) og 5(c). Valverkefni samkvæmt prófþætti 5(a) má flytja eftir nótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftir nótum.

Prófþættir eru þessir:

  • Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    1. Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).
    2. Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit - valið af prófdómara (12 einingar).
  • Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku. 
  • Raddæfingar (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    2. Syngi verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    3. Syngi verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    1. Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).
    2. Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd. Dæmin eiga við um aðallög og þau lög sem bæst hafa á safnlista frá grunnprófi.

Dæmi um aðallög og ný lög á safnlista

Djass

  • All The Things You Are (Kern)
  • Girl From Ipanema (Jobim)
  • My Funny Valentine (Rodgers)
  • What’s This Thing Called Love (Porter)

Íslenskur djass

  • Ef það sé djass (Tómas R. Einarsson)
  • Gettu hver hún er? (Jón Múli Árnason)
  • Hvar er tunglið? (Sigurður Flosason)
  • Það sem ekki má (Jón Múli Árnason)

Erlend dægurlög/Rokk

  • Both Sides Now (Mitchel)
  • Calling You (Telson / Bagdad Café)
  • Grace (Buckley)
  • Lately (Wonder)

Íslensk dægurlög/Rokk

  • Braggablús (Magnús Eiríksson)
  • Dagný (Sigfús Halldórsson)
  • Litli tónlistarmaðurinn (Freymóður Jóhannesson)
  • Þitt fyrsta bros (Gunnar Þórðarson)

Dæmi um upprit

  • Chet Baker: Do It The Hard Way (Chet Baker: It Could Happen To You)
  • Joni Mitchel: Dry Cleaner From Des Moines (Joni Mitchel: Mingus)
Framhaldspróf

Á framhaldsprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram safnlista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrár. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Að lágmarki skal eitt laganna vera á íslensku, eitt á ensku og eitt á þriðja tungumáli. Spuni skal koma fram í öðrum aðallaginu og a.m.k. 10 safnlistalögum.

Aðrir prófþættir eru upprit, raddæfingar, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2, raddæfingar samkvæmt prófþætti 3, tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4 og valverkefni samkvæmt prófþætti 5(b). Valverkefni samkvæmt prófþætti 5(a) má flytja eftir nótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftir nótum.

Prófþættir eru þessir:

  • Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    1. Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).
    2. Eitt lag af 32 laga safnlista, flutt með hljómsveit - valið af prófdómara (12 einingar).
  • Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.
  • Raddæfingar (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    2. Syngi verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    3. Flytji samsöngsverkefni af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni þar sem próftaki gegnir veigamiklu hlutverki.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    1. Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).
    2. Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd. Dæmin eiga við um aðallög og þau lög sem bæst hafa á safnlista frá grunnprófi.

Dæmi um aðallög og ný lög á safnlista

Djass

  • Goodbye Porkpie Hat (Mingus)
  • Infant Eyes (Shorter)
  • Naima (Coltrane)
  • Twisted (Ross)

Íslenskur djass

  • Hjartalag (Tómas R. Einarsson)
  • In Memoriam (Sigurður Flosason)
  • Journey To Iceland (Tómas R. Einarsson)
  • Smátt og smátt (Sigurður Flosason)

Erlent rokk/pop

  • Alone (Heart)
  • She’s Gone (Stealheart)
  • Who Wants To Live Forever (Queen)
  • Wuthering Hights (Bush)

Söngleikir/karlaraddir

  • Gethsemane / Superstar (Webber / Rice)
  • Heaven On Their Minds / Superstar (Webber / Rice)
  • Only The Very Best / Tycoon (Starmania) (Berger / Plamondon / Rice)

Söngleikir/kvenraddir

  • And I Am Telling You / Dreamgirls (Kriger / Eyen)
  • I Am Changing / Dreamgirls (Kriger / Eyen)
  • Nobodys Side / Chess (Ulvaeus / Andersson / Rice)

Dæmi um upprit

  • Bobby McFerrin: Moondance (Bobby McFerrin: Bobby McFerrin)
  • Sarah Vaughan: Autumn Leaves (Sarah Vaughan: Crazy & Mixed Up)
Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í söng í rytmískri tónlist skal nemandi halda tónleika með u.þ.b. 60 mínútna langri efnisskrá. Alla jafna er gert ráð fyrir að tónleikarnir séu samfelldir, án hlés. Efnistök eru frjáls og engar stílrænar takmarkanir eru gerðar um efnisskrá en áhersla lögð á að hún sé sannfærandi og persónuleg, fjölbreytt og krefjandi. Ekki er heldur gerð krafa um tengingu við efnisskrá undangengins framhaldsprófs en heimilt er að nota hana eða hluta hennar á tónleikunum. Þá er heimilt að nota eigin tónsmíðar á tónleikunum, þær geta verið hluti efnisskrár eða hugsanlega getur efnisskrá alfarið byggst á eigin tónsmíðum. Megináherslan er á að nemandi undirbúi og flytji efnisskrá sem er sannfærandi músíkölsk upplifun frá upphafi til enda. Nemandi ber ábyrgð á framsetningu tónlistarinnar, þ.m.t. samsetningu hljómsveitar og frammistöðu meðleikara. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram.