R Y T M Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í rytmískri tónlist

Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri

Grunnpróf

Hér er gerð grein fyrir prófþáttum á blásturshljóðfæri, strokhljóðfæri og önnur hljóðfæri sem ekki falla undir aðrar greinar í námskrá í rytmískri tónlist. Rytmískt nám á þessi hljóðfæri hefst í miðnámi, enda er nauðsynlegt að nemendur hafi náð grundvallartökum á hljóðfærunum áður en rytmískt tónlistarnám hefst.

Miðpróf

Á miðprófi í rytmísku námi á blásturs-, og strokhljóðfæri skal nemandi undirbúa tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram safnlista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftir nótum.

Prófþættir eru þessir:

  • Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    1. Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).
    2. Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit - valið af prófdómara (12 einingar).
  • Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.
  • Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    2. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    3. Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    1. Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).
    2. Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um aðallög og lög á safnlista

  • Adam’s apple (Shorter)
  • All the things you are (Kern)
  • Black Orpheus (Bonfa)
  • Bluesette (Thilemans)
  • Green Dophin Street (Kaper)
  • Groovin High (Gillespie)
  • My funny valentine (Rodgers)
  • Solar (Davis) Stella by starlight (Young)
  • What’s this thing called love (Porter)

Dæmi um upprit

Eftirfarandi dæmum um upprit á miðprófi er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd. Tilgreind eru dæmi fyrir altsaxófón, tenórsaxófón, trompet og básúnu. Nemendur á önnur hljóðfæri skulu nota þessi dæmi til viðmið unar við val á sambærilegum verkefnum. Tekið skal fram að auk upprita af einleiksköflum á hljóðfæri nemandans er öllum nemendum heimilt að velja einleikskafla á önnur hljóðfæri að því gefnu að þyngdarstig sé sambærilegt.

Altsaxófónn

  • Paul Desmond: Take five (Dave Brubeck: Time out)
  • Art Pepper: Birks Works (Art Pepper meets the Rhytmsection)

Tenórsaxófónn

  • Dexter Gordon: Confirmation (Dexter Gordon: Daddy plays the horn)
  • Lester Young: Lady be good (Lester Young: Prez at his very best)

Trompet

  • Miles Davis: Freddie Freeloader (Miles Davis: Kind of blue)
  • Chet Baker: Autumn leaves (Chet Baker: She was to good to me)

Básúna

  • J.J. Johnson: See see rider (J.J. Johnson: Standards)
  • Curtis Fuller: I'm old fashioned (John Coltrane: Blue Train)

Dæmi um æfingar

Á miðprófi geta nemendur í rytmísku tónlistarnámi leikið klassíska etýðu eða sambærilega æfingu af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarf að gæta þess að um sé að ræða verk sem skrifað er sem tækniæfing. Við val æfingar má hafa til hliðsjónar dæmi um æfingar á miðprófi í klassískri greinanámskrá viðkomandi hljóðfæris.

Framhaldspróf

Á framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftir nótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftir nótum.

Prófþættir eru þessir:

  • Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    1. Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).
    2. Eitt lag af 32 laga lista, flutt með hljómsveit - valið af prófdómara (12 einingar).
  • Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.
  • Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    2. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    3. Leiki verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    1. Hefðbundinn nótnalestur.
    2. Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá.
    3. Tónflutningur úr C. (Á eingöngu við um nemendur á trompet, saxófón og önnur tónflytjandi hljóðfæri.)
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um aðallög og ný lög á safnlista

  • Dolphing Dance (Hancock)
  • Foolish Door (Abercrombie)
  • Giant steps (Coltraine)
  • Heyoke (Wheeler)
  • How my heart sings (Zindars)
  • Infant eyes (Shorter)
  • Inner Urge (Henderson)
  • Naima (Coltrane)
  • Prism (Jarrett)
  • Speak no evil (Shorter)

Dæmi um upprit

Eftirfarandi dæmum um upprit á framhaldsprófi er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd. Tilgreind eru dæmi fyrir altsaxófón, tenórsaxófón, trompet og básúnu. Nemendur á önnur hljóðfæri skulu nota þessi dæmi til viðmiðunar við val á sambærilegum verkefnum. Tekið skal fram að, auk upprita af einleiksköflum á hljóðfæri nemandans, er öllum nemendum heimilt að velja einleikskafla á önnur hljóðfæri að því gefnu að þyngdarstig sé sambærilegt.

Altsaxófónn

  • Cannonball Adderley: Big P (Cannonball Adderle: Live at the Lighthouse)
  • Kenny Garrett: November 19th (Kenny Garrett: Songbook)

Tenórsaxófónn

  • John Coltrane: Mr PC (John Coltrane: Giant steps)
  • Michael Brecker: Freight train (Jack Wilkins: Can’t live without it)

Trompet

  • Woody Shaw: There will never be another you (Woody Shaw: Solid)
  • Freddie Hubbard: Birdlike (Freddie Hubbart: Ready for Freddie)

Básúna

  • Steve Turre: Dat Dere (Woody Shaw: Imagination)
  • Robin Eubanks: Jugglers parade (Dave Holland: Prime Directive)

Dæmi um æfingar

Á framhaldsprófi geta nemendur í rytmísku tónlistarnámi leikið klassíska etýðu eða sambærilega æfingu af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarf að gæta þess að um sé að ræða verk sem skrifað er sem tækniæfing. Við val æfingar má hafa til hliðsjónar dæmi um æfingar á framhaldsprófi í klassískri greinanámskrá viðkomandi hljóðfæris. Hvað rytmískar æfingar varðar skal miða þyngdarstig við markmið og dæmi í viðkomandi klassískri greinanámskrá.

Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í hljóðfæraleik í rytmískri tónlist skal nemandi halda tónleika með u.þ.b. 60 mínútna langri efnisskrá. Alla jafna er gert ráð fyrir að tónleikarnir séu samfelldir, án hlés. Efnistök eru frjáls og engar stílrænar takmarkanir eru gerðar um efnisskrá en áhersla lögð á að hún sé sannfærandi og persónuleg, fjölbreytt og krefjandi. Ekki er heldur gerð krafa um tengingu við efnisskrá undangengins framhaldsprófs en heimilt er að nota hana eða hluta hennar á tónleikunum. Þá er heimilt að nota eigin tónsmíðar á tónleikunum, þær geta verið hluti efnisskrár eða hugsanlega getur efnisskrá alfarið byggst á eigin tónsmíðum. Megináherslan er á að nemandi undirbúi og flytji efnisskrá sem er sannfærandi músíkölsk upplifun frá upphafi til enda. Nemandi ber ábyrgð á framsetningu tónlistarinnar, þ.m.t. samsetningu hljómsveitar og frammistöðu meðleikara. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram.