K L A S S Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í klassískri tónlist

Semball

Grunnpróf

Á grunnprófi í semballeik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í semballeik fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi, með eða án undirleiks.
    2. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    3. Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.
    4. Leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur verið eftir eyra.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í semballeik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • John Blow: Sarabande í C-dúr – Úr: Jones (útg.): Baroque Keyboard Pieces I, nr. 12
  • Jean François Dandrieu: Rondeau í D-dúr – Úr: Boxall (útg.): Harpsichord Method, nr. 30
  • Georg Friedrich Händel: Gavotte í G-dúr – Úr: Boxall (útg.): Harpsichord Method, nr. 11
  • Menúett í d-moll eftir óþekktan höfund – Úr: Klavierbüchlein für Anna Magdalena Bach
  • Henry Purcell: Prelude í G-dúr, Z. 660/1 – Úr: Jones (útg.): Baroque Keyboard Pieces I, nr. 14
  • Georg Philipp Telemann: Gigue à L’Angloise í G-dúr – Úr: Jones (útg.): Baroque Keyboard Pieces I, nr. 35

Dæmi um æfingar

  • Preludium eftir óþekktan höfund – Úr: Rosenhart: The Amsterdam Harpsichord Tutor I, nr. 109
  • Philipp Christoph Hartung: Praeludium í C-dúr – Úr: Ahlgrimm: Manuale der Orgel- und Cembalotechnik, bls. 43 (neðra dæmið)
Miðpróf

Á miðprófi í semballeik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í semballeik fari ekki fram yfir 45 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    2. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.
    3. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    4. Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í semballeik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • Carl Philipp Emanuel Bach: Sónatína nr. 1 í G-dúr, Wq 63/7 – Í: Selected Keyboard Works, I
  • Johann Sebastian Bach: Inventio nr. 13 í a-moll, BWV 784 – Í: Inventionen und Sinfonien
  • François Couperin: Les Baricades Mistérieuses (úr Sixième ordre, Livre II) – Í: Pièces de clavecin
  • Henry Purcell: Sefauchi’s Farewell, Z. 656 – Í: Miscellaneous Keyboard Pieces
  • Domenico Scarlatti: Sónata í G-dúr, K. 63 – Í: Sonates, II
  • Jan Pieterszoon Sweelinck: Malle Sijmen – Í: Opera Omnia I, 3. hefti

Dæmi um æfingar

  • Nicolo PasqualI: Æfing í A-dúr – Úr: Ahlgrimm, Isolde: Manuale der Orgel- und Cembalotechnik, bls. 69
  • François Couperin: Huitième Prelude – Úr: L’art de toucher le clavecin
Framhaldspróf

Á framhaldsprófi í semballeik skal nemandi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í semballeik fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    2. Leiki samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu hlutverki.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar)
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • Johann Sebastian Bach: Ouverture í D-dúr úr partítu nr. 4, BWV 828 – Í: Klavierübung, I
  • William Byrd: My Ladye Nevells Grownde – Í: My Ladye Nevells Booke of Virginal Music
  • Louis Couperin: Prelude í F-dúr og þrír þættir í sömu tóntegund – Í: Pièces de clavecin
  • Girolamo Frescobaldi: Capriccio sopra la Bassa Fiamenga – Í: Il primo libro di capricci
  • Hafliði Hallgrímsson: Strönd
  • Domenico Scarlatti: Sónata K 116 – Í: Sixty Sonatas, I

Dæmi um undirbúinn tölusettan bassa

  • Georg Philipp Telemann: Allegro úr sónötu í F-dúr fyrir blokkflautu og tölusettan bassa – Í: Vier Sonaten aus „Der Getreue Musikmeister“
  • Georg Philipp Telemann: Sein eigner Herr – Í: Telemann: Singe-, Spielund Generalbaßübungen, nr. 35
Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í semballeik skal nemandi leika 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utan skólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram. Séu prófið og tónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðar skal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar endurnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og vel saman sett.