K L A S S Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í klassískri tónlist

Einsöngur

Grunnpróf

Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með fimm söngverkum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin átta prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á ekki færri en tveimur tungumálum að íslensku meðtalinni.

Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í einsöng fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, dönsku, norsku eða sænsku skal syngja á frummáli en í öðrum tilvikum eru þýðingar leyfðar.

Prófþættir eru þessir:

  • Fjögur ólík söngverk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfingar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.

    Til skýringar:

    Á grunnprófi er miðað við að nemendur flytji söngæfingar á eftirfarandi tónsviði:
    Há rödd: c' - g'' / c - g'
    Lág rödd: as - es'' / As - es'

    Athugið að æfingarnar "Tónmyndun og sérhljóðar" og "Inntónun og legato" liggja mun hærra en aðrar skylduæfingar og ekki er gert ráð fyrir að nemendur flytji þær við efri mörk framangreindra raddsviða. Miðað er við að nemendur flytji hverja söngæfingu í nokkrum misháum tóntegundum.

  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Spinni út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi, með eða án undirleiks.
    2. Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    3. Syngi án undirleiks alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur verið eftir eyra.
    4. Syngi lag í öðrum tónlistarstíl en þeim sem koma fyrir í námskránni, með eða án undirleiks.
    5. Sýni með ótvíræðum hætti fram á eigið frumkvæði, frumlega og skapandi túlkun í flutningi lags að eigin vali, með eða án undirleiks.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í einsöng.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um prófverkefni – há rödd

  • J. Dowland: Fine knacks for ladies
  • A. Caldara: Sebben crudele
  • R. Schumann: Erstes Grün
  • J. Brahms (úts.): Schwesterlein
  • Jón Þórarinsson: Fuglinn í fjörunni
  • Þórarinn Jónsson: Vögguvísa
  • Sigurður Þórðarson: Vögguljóð Rúnu
  • R. Vaughan Williams: Linden Lea

Dæmi um prófverkefni – lág rödd

  • H. Purcell: Strike the viol
  • A. Scarlatti: O, cessate di piagarmi
  • J. Haydn: Der Gleichsinn
  • J. Brahms (úts.): Da unten im Tale
  • Atli Heimir Sveinsson: Bráðum kemur betri tíð
  • Jórunn Viðar: Kall sat undir kletti
  • F. Rauter (úts.): Guð gaf mér eyra
  • E. Grieg: To brune øjne
Miðpróf

Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með sjö söngverkum og velur prófdómari tvö þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin tíu prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á eigi færri en þremur tungumálum að íslensku meðtalinni.

Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í söng fari ekki fram yfir 45 mínútur. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, norðurlandamálum, frönsku og spænsku skal syngja á frummáli, annars eru þýðingar leyfðar.

Prófþættir eru þessir:

  • Fimm ólík söngverk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfingar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Syngi verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    2. Spinni út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.
    3. Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í einsöng.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um prófverkefni – sópran

  • G. Pergolesi: Se tu m’ami
  • W. A. Mozart: L’ho perduta [úr óperunni Brúðkaup Fígarós]
  • J. Brahms: Mädchenlied (Auf die Nacht)
  • F. Schubert: Die Forelle
  • G. Fauré: En priere
  • E. Grieg: Med en primula veris
  • L. Bernstein: I feel pretty [úr söngleiknum West Side Story]
  • B. Britten (úts.): O Waly, Waly
  • Páll Ísólfsson: Kossavísur
  • Gunnar Reynir Sveinsson: Barnagæla frá Nýa Íslandi

Dæmi um prófverkefni – mezzósópran / alt

  • G. Pergolesi: Eja, mater [úr Stabat Mater]
  • C. W. Gluck: O del mio dolce ardor
  • R. Schumann: Die Soldatenbraut
  • H. Wolf: Fußreise
  • G. Fauré: Ici bas
  • T. Rangström: Villemo, Villemo, hvi gik du
  • Jón Múli Árnason: Ljúflingshóll
  • R. Rodgers / O. Hammerstein: Bali ha’i [úr söngleiknum South Pacific]
  • Atli Heimir Sveinsson: Krotað í sand
  • Jón Þórarinsson: Íslenskt vögguljóð á hörpu

Dæmi um prófverkefni – tenór

  • W. A. Mozart: Im Mohrenland [úr óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu]
  • G. F. Händel: Where e’er you walk
  • R. Strauss: Ach, Lieb ich muß nun scheiden
  • R. Quilter: O mistress mine
  • C. L. Sjöberg: Tonerna
  • V. Bellini: Vaga luna che inargenti
  • A. L. Webber: Close every door
  • S. Barber: The Daisies
  • Sigvaldi Kaldalóns: Fjallið eina
  • Emil Thoroddsen: Í fögrum dal

Dæmi um prófverkefni – barítón / bassi

  • W. A. Mozart: Der Vogelfänger [úr óperunni Töfraflautan]
  • G. Carissimi: Vittoria, vittoria
  • F. Schubert: Fischerweise
  • G. Mahler: Fantasie (Don Juan)
  • M. Head: Money O!
  • H. S. Burleigh (úts.): Deep River [negrasálmur]
  • Bock / Harnick: If I were a rich man [úr söngleiknum Fiðlarinn á þakinu]
  • J. P. E. Martini: Plaisir d’amour
  • Karl O. Runólfsson: Spjallað við spóa
  • Óliver J. Kentish: Heimþrá
Framhaldspróf

Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með sjö söngverkum og velur prófdómari tvö þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin tíu prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á eigi færri en fjórum tungumálum að íslensku meðtalinni.

Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í einsöng fari ekki fram yfir 60 mínútur. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar nema um sé að ræða aríu úr óratoríu eða kantötu og nútímatónlist. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, norðurlandamálum, frönsku og spænsku skal syngja á frummáli, annars eru þýðingar leyfðar.

Prófþættir eru þessir:

  • Fimm ólík söngverk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Syngi verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    2. Syngi samsöngs- eða samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu hlutverki.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um prófverkefni – sópran

  • J. S. Bach: Öffne dich [úr kantötunni Nun komm, der Heiden Heiland]
  • G. F. Händel: Oh didst thou know – As when the dove [úr Acis and Galatea]
  • C. Debussy: Clair de lune
  • R. Strauss: Allerseelen
  • J. Sibelius: Den första kyssen
  • R. Rachmaninoff: Sírenur (The Lilacs)
  • G. Gershwin: Summertime [úr óperunni Porgy and Bess]
  • G. Puccini: O, mio Babbino caro [úr óperunni Gianni Schicchi]
  • Jórunn Viðar: Gestaboð um nótt
  • Sigfús Einarsson: Gígjan

Dæmi um prófverkefni – mezzósópran / alt

  • W. A. Mozart: Voi che sapete [úr óperunni Brúðkaup Fígarós]
  • H. Purcell: Mad Bess
  • H. Duparc: Lamento
  • G. Mahler: Rheinlegendchen
  • M. De Falla: El paño moruno [úr Siete canciones populares españolas]
  • P. I. Tchaikovsky: Nur wer die Sehnsucht kennT
  • B. Britten: Sephestia’s Lullaby [úr Charm of Lullabies]
  • Jerome Kern: Can’t help lovin’ dat man o’ mine [úr söngleiknum Showboat]
  • Gunnar Reynir Sveinsson: Maður hefur nú
  • Jón Leifs: Máninn líður

Dæmi um prófverkefni – tenór

  • J. S. Bach: Komm, o komm [úr kantötunni Christ lag in Todesbanden]
  • J. Dowland: I saw my lady weep
  • E. Chausson: Les Papillons
  • F. Schubert: Ständchen (Horch, horch ...)
  • G. Donizetti: Me voglio fa ‘na casa [úr Composizioni da camera]
  • C. M. Schönberg: Bring him home [úr söngleiknum Les Miserables]
  • J. Massenet: Oh, nature [úr óperunni Werther]
  • F. Mendelssohn: If with all your hearts [úr óratoríunni Elijah]
  • Árni Thorsteinsson: Friðarins Guð
  • Sigfús Halldórsson: Í dag

Dæmi um prófverkefni – barítón / bassi

  • J. S. Bach: Quia fecit [úr Magnificat]
  • W. A. Mozart: Se vuol ballare [úr óperunni Brúðkaup Fígarós]
  • H. Purcell: Music for a while
  • G. Fauré: Les Berceaux
  • F. Poulenc: Chanson d’Orkenise [úr ljóðaflokknum Banalités]
  • R. Schumann: Die beiden Grenadiere
  • R. Vaughan Williams: I will make you brooches [úr Songs of Travel]
  • M. Leigh: To dream the impossible dream [úr söngleiknum Man of La Mancha]
  • Hjálmar H. Ragnarsson: Lauffall
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Sverrir konungur
Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í einsöng skal nemandi flytja 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utan skólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og söngprófið fer fram. Séu prófið og tónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðar skal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar endurnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og vel saman sett.